Viðvörunarstigið hækkað fyrir nóttina

Aðgerðastjórn viðbragðsaðila í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstig fyrir Suðurland og er nú appelsínugul viðvörun í gildi frá klukkan 23 í kvöld til klukkan 4 í nótt. Gul viðvörun er enn í gildi frá klukkan 21 til 23.

Gert er ráð fyrir suðaustan 23-28 m/sek og mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, einkum við Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Samgöngutruflanir eru líklega og hætta á foktjóni, þannig að byggingaraðilar eru hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum og aðrir eru beðnir um að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón

Varúð við hafnir og í Reynisfjöru
Einnig má búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og mikilli ölduhæð. Háflóð er um klukkan 21 í kvöld og aftur um klukkan 9 í fyrramálið og í tilkynningu hvetur lögreglan á Suðurlandi sjófarendur gæta að frágangi báta í höfnum. Lögreglan biður einnig ferðaskipuleggjendur að hafa ölduspána sérstaklega í huga í og við Reynisfjöru.

Ekkert ferðaveður er á meðan appelsínugula viðvörunin er í gildi.

Fyrri greinLægðin í beinni
Næsta greinJöfn tækifæri til velsældar og þroska