Stangveiði hófst í Ölfusá við Selfoss með viðhöfn í morgun. Það var formaðurinn Guðmundur Marías Jensson sem opnaði ánna ásamt Helga Sigurði Haraldssyni, forseta bæjarstjórnar Árborgar.
Áður hafði Páll Árnason, heiðursfélagi í Stangaveiðifélagi Selfoss, flaggað eins og venjulega og kaffi og veitingar voru bornar fram í nýbyggingu félagsins.
Á þessum fyrsta veiðidegi veiddust fjórir laxar allir bústnir og bjartir. Viktor Óskarsson fékk fyrsta lax sumarsins og reyndist hann tæp 5 pund. Agnar Pétursson fékk stærsta lax dagsins, rúmlega 12 pund.