Hætt var við að fara með Wen Jiabao forsætisráðherra Kína að Kerinu í Grímsnesi í dag eftir að Kerfélagið tilkynnti að Wen og fylgdarlið hans væri ekki velkomið þangað.
Wen er nú á ferð um Suðurland, þar sem hann hefur meðal annars skoðað Þingvelli, Gullfoss og Geysi.
Óskar Magnússon, fulltrúi Kerfélagsins, segir að aldrei hafi verið óskað eftir leyfi félagsins til að fara með hópinn að Kerinu. Félagið hafi sett sig í samband við stjórnvöld eftir að hafa lesið um það í fjölmiðlum að til stæði að fylgdarlið Wens skoðaði Kerið.
Óskar segir að Kerið þoli ekki mikinn ágang ferðamanna auk þess sem félagið sé hvorki hrifið af íslenskum né kínverskum stjórnvöldum. Því hafi það verið tilkynnt að þessu hópur væri ekki velkominn í Kerið og eftir því var farið.
Forsætisráðherrarnir og fylgdarlið þeirra héldu ferð sinni um Suðurlandið áfram þrátt fyrir þetta og eru nú í Hellisheiðarvirkjun þar sem Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tók á móti kínversku gestunum.
Ríkisútvarpið greindi frá þessu