Vilhjálmur efstur hjá Flokki heimilanna

Vilhjálmur Bjarnason, „ekki fjárfestir“ í Hafnarfirði, leiðir lista Flokks heimilanna í Suðurkjördæmi. Framboðið var kynnt á blaðamannafundi í dag.

Í 2. sæti er Magnús I. Jónsson, verktaki á Selfossi og í 3. sæti Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólakennari í Vestmannaeyjum.

Flokkurinn boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í dag þar sem framboðið var kynnt. Átta stjórnmálasamtök og áhugamannahópar hafa áhveðið að sameinast undir merki Flokks heimilanna í stað þess að berjast hver í sínu horni fyrir heimilin í landinu.

Þeir flokkar, hópar og samtök sem standa að stofnun Flokks heimilanna eru m.a. Lýðveldisflokkurinn, Samtök fullveldissinna, áhugahópur um tjáningafrelsi, Sjálfstæðir Sjálfstæðismenn, Þjóðarflokkurinn, áhugahópur úr Hagsmunasamtökum heimilanna, áhugafólk um kjör aldraðra og öryrkja og fyrrum félagar úr Samstöðu.

Séra Halldór Gunnarsson, fyrrverandi prestur og bóndi í Holti undir Eyjafjöllum er oddviti flokksins í Reykjavík-suðurkjördæmi.

Fyrri greinJón Daði skoraði, Guðmundur lagði upp mark
Næsta grein10. MA hafði betur í spennandi viðureign