Þórður H. Ólafsson, formaður Geysisnefndar, telur eðlilegast að ríkið eignist allt hverasvæðið á Geysi í Haukadal þannig að það verði á ábyrgð eins eiganda.
Samningar um kaup ríkisins voru langt komnir í byrjun árs 2008 og vonast hann til að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næstu árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Hverasvæðið á Geysi er í eigu ríkisins og fjölmargra einstaklinga, eigenda og erfingja jarðanna í kring. Ríkið á hverina Geysi, Strokk og Blesa.