Vilja fleiri rampa í Mýrdalinn

Á myndinni eru: Starfsmenn Römpum upp Ísland auk Vigfús Páls Auðbertssonar & Sveins Sigurðssonar hjá Smiðjunni Brugghúsi auk Einars Freys Elínarsonar sveitarstjóra Mýrdalshrepps. Ljósmynd/vik.is

Starfsmenn Römpum upp Ísland komu til Víkur í Mýrdal í á dögunum og lögðu ramp við innganginn að Smiðjunni.

Verkið er hluti af átakinu Römpum upp Ísland, en stefnt er að því að settir verði upp 1.000 rampar víðs vegar um land til þess að bæta aðgengi allra að fjölbreyttri þjónustu.

Verkið gekk hratt og vel fyrir sig og í kjölfarið mun sveitarfélagið óska eftir því við forsvarsmenn Römpum upp Ísland að skoðuð verði fleiri verkefni innan sveitarfélagsins, í ljósi fjölda fólks sem í Mýrdalinn kemur og umfangs þeirrar þjónustu sem þar er boðið upp á.

Fyrri greinSkóflustunga tekin að nýju hjúkrunarheimili á Höfn
Næsta greinHellabíó í Raufarhólshelli