Vilja flugsafn á Selfoss

Hugmyndir um að flugsafn Íslenska flugsögufélagsins verði flutt frá Reykjavíkurflugvelli á Selfossflugvöll voru kynntar á fundi bæjarráðs Árborgar í morgun.

Sigurjón Valsson, flugstjóri og formaður Íslenska flugsögufélagsins, Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og Helgi Sigurðsson frá Flugklúbbi Selfoss mættu á fund bæjarráðs og kynntu þessar hugmyndir.

Stefnt er að undirritun viljayfirlýsingar um að safnið komi á svæði við Selfossflugvöll.

Fyrri greinLeó úthlutað lóð undir Ingólf
Næsta greinSjóstökk getur verið hættulegur leikur