Þingvallanefnd ætlar á næstu vikum að leita til landsmanna eftir hugmyndum um uppbyggingu og landnýtingu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fimm skipa dómnefndina en skipan hennar var umdeild innan Þingvallanefndar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu sérstaka athugasemd við að í henni sæti Andri Snær Magnason rithöfundur. Aðrir í nefndinni eru Ragna Árnadóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra, sem er formaður, Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur.
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.