Að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, er ætlunin að reyna að takmarka umferðarhraða í þjóðgarðinum en þar er hámarkshraði 50 km.
,,Við ætlum að leggja fram vinsamlegar ábendingar þar um og vonum það besta,“ segir Ólafur Örn. Næsta sumar er ætlunin að auka merkingar og setja upp leiðbeiningaskilti auk þrenginga þar sem þeim verður komið við í samstarfi við Vegagerðina.
Að sögn Ólafs Arnar er umferðarhraðinn mjög viðkvæmt mál í þjóðgarðinum. Bæði sé umferð gangandi fólks mikil og því ástæða til að hafa áhyggjur af slysahættu. Sömuleiðis hefur umferðarhraðinn áhrif á hávaða í þjóðgarðinum.