Íslenskt eldsneyti ehf. á Sauðárkróki hefur sótt um lóð undir lífdíselstöð á Selfossi, í líkingu við stöð sem fyrirtækið opnaði nýverið á Sauðárkróki.
Fyrirtækið framleiðir 100 prósent lífdísel sem hefur alla gæðastaðla sem þarf og hægt er að nota á venjulega díselbíla. Í flestum tilvikum þarf engar breytingar að gera á bílum vegna þessa.
Í fyrstu er fyrirtækið að einblína á framleiðslu fyrir stærri flutningabíla og er því óskað eftir lóð í Gagnheiði með góðu aðgengi fyrir vörubíla með tengivagna.
Bæjarráð Árborgar hefur vísað erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.