Vilja selja Brunavörnum Árnessýslu húseignir

Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur samþykkt að hefja viðræður við Brunavarnir Árnessýslu um sölu á húsnæði slökkvistöðva innan sveitarfélagsins.

Drífa Kristjánsdóttir, oddviti, segir að upp hafi komið óánægja innan sveitarstjórnar Bláskógabyggðar með leigutekjur af umræddu húsnæði eftir að í ljós kom að bæði var leiga fyrir slökkvistöðvar BÁ mismunandi innan sýslunna og að hún stóð ekki undir kostnaði sveitarfélagsins af viðkomandi húsnæði.

Drífa segir að sveitarstjórn hafi viljað fá samræmda leigu innan starfssvæðis BÁ en í viðræðum við stjórn BÁ hafi komið upp sú hugmynd að Brunavarnirnar keyptu húsnæðið.

BÁ fékk því Lögmenn Suðurlands til að verðmeta slökkvistöðvarnar og byggjast viðræður Bláskógabyggðar við BÁ á því verðmati. Drífa segir að önnur sveitarfélög eigi síðan eftir að taka afstöðu til matsgerðar fasteignasölunnar og hvort þau séu fús til söluviðræðna við BÁ.

Fyrri greinIlla haldinn af bráðaofnæmi
Næsta greinÁ 140 á Skeiðunum