„Það sem um ræðir eru að skoða möguleikann á að virkja í Ölfusá, með það í huga að draga úr áhrifum á vatnsyfirborðið.
Annars vegar með því að skoða möguleika á að reisa virkjun sem notar minna vatnsmagn og minni göng, og hinsvegar virkjun þar sem verða engin göng.“
Þetta segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar en meirihluti D-listans í bæjarstjórn Árborgar samþykkti á síðasta fundi bæjarstjórnar tillögu þess efnis að kannaðir verði kostir lítillar virkjunnar í Ölfusá, minni en þeirrar sem verið hefur til skoðunar síðastliðið ár.
Helgi Haraldsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segist líta svo á að meirihlutinn sé með tillögu sinni að leita leiða til að komst frá málinu, það sé óraunhæft á þessu stigi málsins að ráðast í slíka virkjun og ekki sé samstaða eða áhugi meðal íbúa og ýmissa hagsmunaaðila á framkvæmdinni. „Þeim væri nær að fella málið niður,“ segir Helgi.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu