Í bígerð er að koma á lýðháskóla í Skógum að norrænni fyrirmynd. Málið hefur verið kynnt fyrir héraðsnefndum Rangæinga og Vestur-Skaftafellssýslu og var vel tekið í það af þeirra hálfu.
Rangárþing eystra hefur ákveðið í samstarfi við Ungmennafélag Íslands að sækja um styrk í tengslum við foraðildarstuðning ESB í gegnum svokallaða IPA-áætlun. Reiknað er með að slíkur styrkur muni verða upp á alls 30 milljónir króna sem nýta á í undirbúning að stofnun lýðháskólans.
Ísólfur Gylfi Pálmason segir að umsóknarferlið sé í fullum gangi en búast megi við svari uppúr mánaðarmótum.