Sveitastjórn Grímsnes og Grafningshrepps hefur rætt nauðsynlegar framkvæmdir við vatnsból í Búrfelli vegna vatnsleysis í sumarhúsahverfum í vestur hluta sveitarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir að taka tillit til þessa við endurskoðun fjárhagsáætlunar og niðurstöðu tilboðs í 3. áfanga Vaðneslagnar.
Að sögn Ingibjargar Harðardóttur, sveitastjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, er vatnsnotkun gríðarleg í sveitarfélaginu og því nauðsynlegt að vera stöðugt að skoða nýja möguleika. Í þessu tilviki er bara um það að ræða að að efla þau vatnsból sem eru fyrir í Búrfelli en spurning er hve lengi þau endast.
Sem kunnugt er þá eru viðræður á frumstigi um lögn frá Kaldárhöfða að Árborg og nágrenni. Sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps hyggst að sögn Ingibjargar fylgjast vel með framvindu þess máls.