Eldisstöðin Ísþór ehf., sem er í eigu Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða, hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af stækkun eldisstöðvar fyrirtækisins í Þorlákshöfn.
Fyrirhugað er að stækka stöðina úr 600 tonnum af regnbogasilungs- og laxaseiðum á ári í 1.200 tonn af laxaseiðum, að því er fram kemur á vef Skipulagsstofnunar. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Stofnunin telur að áhrif stækkunarinnar á vatnsgæði og lífríki séu óverulega neikvæð, auk þess sem áhrif á fugla séu sögð óveruleg.
Athugasemdum vegna framkvæmdanna skuli skila til stofnunarinnar eigi síðar en 25. maí.