Vilja tvö­falda eldi í Þor­láks­höfn

Stefnt er að því að tvö­falda fram­leiðslu Eld­is­stöðvar­inn­ar Ísþórs í Þor­láks­höfn. Teikn­ing/​Skipu­lags­stofn­un

Eld­is­stöðin Ísþór ehf., sem er í eigu Arn­ar­lax og Fisk­eld­is Aust­fjarða, hef­ur lagt fram frummats­skýrslu um mat á um­hverf­isáhrif­um af stækk­un eld­is­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins í Þor­láks­höfn.

Fyrirhugað er að stækka stöðina úr 600 tonn­um af regn­bogasil­ungs- og laxa­seiðum á ári í 1.200 tonn af laxa­seiðum, að því er fram kem­ur á vef Skipu­lags­stofn­un­ar. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Stofn­un­in tel­ur að áhrif stækk­un­ar­inn­ar á vatns­gæði og líf­ríki séu óveru­lega nei­kvæð, auk þess sem áhrif á fugla séu sögð óveru­leg.

At­huga­semd­um vegna fram­kvæmd­anna skuli skila til stofn­un­ar­inn­ar eigi síðar en 25. maí.

Fyrri greinGaf handknattleiksdeildinni hálfa milljón í gjafabréfum
Næsta greinSigríður ráðin lögfræðingur hjá Árborg