Sveitarstjórn Rangárþings ytra hvetur forsvarsmenn ÁTVR til aðo pna aftur vínbúð á Hellu og mun sveitarstjóri funda með þeim ummálið í vikunni.
„Við teljum okkur reiðubúin til að mæta forsendum þeirra um gott aðgengi viðskiptavina, góða staðsetningu og aðrar kröfur sem þeir setja um húsnæði undir vínbúð,“ sagði Gunnsteinn Ómarsson, sveitarstjóri, í samtali við Sunnlenska.
Hann segir það verulega skerðingufyrir íbúa og fyrir svæðið, þar sem unnið er að uppbyggingu þjónustu fyrir íbúa og ferðamenn, ef ÁTVR falli frá því að setja upp verslun sína á staðnum.
Vínbúðinni á Hellu var lokað í mars 2010 vegna framkvæmda við tengibygginguna á Suðurlandsvegi 1-3. Þar hefur nú verið opnað verslunarrými og þar er sérstaklega frátekið pláss fyrir vínbúð.