Vill fund um vindorku og vindmyllur

„Það er nauðsynlegt að afla upplýsinga með tilliti til umhverfisþátta, skipulagsmála og hugsanlegra tekna sveitarfélaga af þessum mannvirkjum.

Í framhaldi af umræðum og upplýsingaöflun er nauðsynlegt að gera tillögur sem síðar yrðu hluti af lagafrumvarpi um þessi mannvirki og orkuöflun,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Hann hefur farið fram á fund með stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um vindorku og vindmyllur og framtíðarskipan þeirra mannvirkja.

Fyrri greinEkki öll nótt úti enn hjá Árborg
Næsta greinSelfoss tapaði en slapp við fall