Umhverfisstofnun kynnti í síðustu viku tillögur starfshóps um stækkun friðlands í Þjórsárverum fyrir sveitarstjórnarmönnum í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslum.
Á fundinum kom fram sú skoðun starfshópsins að Hofsjökull allur ætti að vera innan friðlandsins og Guðlaugstungur einnig. Hugmyndirnar verða að hljóta samþykki sveitarstjórna á svæðinu.
Gunnar Örn Marteinsson oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi segist í samtali við Sunnlenska ekki ósáttur við tillögur starfshópsins, hinsvegar vakni spurningar um hvernig þær samrýmist því að Landsvirkjun hafi virkjunarleyfi á Fjórðungssandi.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT