Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld þegar neyðarboð bárust frá göngumönnum sem voru rammvilltir í þoku í Kerlingarfjöllum.
Útkallið barst um klukkan 19:30 og voru fyrstu björgunarsveitir að nálgast mennina núna uppúr klukkan hálf tólf en ferðalangarnir höfðu getað gefið upp hnit með nokkuð nákvæmri staðsetningu sinni.
UPPFÆRT KL. 8:01: Mennirnir fundust upp úr klukkan hálf eitt í nótt. Annar þeirra var orðinn nokkuð kaldur en annars amaði ekkert að þeim. Þeir voru fluttir á hótelið í Asgarði