Villtist í svartaþoku í Henglinum

Björgunarsveitarfólk við leit að konunni í dag. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út síðdegis í dag vegna göngukonu sem hafði villst í þoku í Henglinum.

Konan fannst heil á húfi um klukkan hálf átta í kvöld og fylgdi björgunarsveitarfólk henni af fjallinu.

„Hún hafði sjálf samband við Neyðarlínuna og var þá orðin blaut og köld í svartaþoku. Hún var á stikaðri gönguleið en þokan var svo gríðarlega þétt að konan vissi ekki í hvaða átt hún var að fara. Þannig að til þess að kólna ekki þá hélt hún áfram göngunni og við sóttum að henni úr öllum áttum. Hún var svo aðstoðuð niður af fjallinu og var í það góðu standi þegar niður úr þokunni var komið að hún gat séð um sig sjálf í framhaldinu,“ sagði Viðar Arason, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna í Árnessýslu, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinGróðursett í Vinaskógi vegna barnaþings
Næsta greinKlippum beitt til að ná ökumanni út eftir veltu