Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli leituðu í kvöld erlendrar ferðakonu er varð viðskila við ferðafélaga sína er þau gengu á Heklu.
Hún snéri við og hugðist ganga í bílinn en þegar ferðafélagar hennar komu niður af fjallinu var hún ekki þar.
Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir kvöldmat og hófu strax að reyna staðsetja konuna, sem var í símasambandi.
Konan gat gefið vísbendinu um hvar hún var með því að miða ljósin á vindmyllum við Búrfell við ljós björgunarsveitabíla sem ekið var um svæðið. Reyndist hún stödd í hrauninu vestan við Heklu, ekki langt frá vegi.
Var hún í þokkalegu ástandi miðað við aðstæður enda ágætisveður á svæðinu.