Villtist við Sólheimajökul

Mynd úr safni. Ljósmynd/Rúnar Gunnarsson
Erlendur ferðamaður óskaði eftir aðstoð björgunarsveita á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að hann villtist við Sólheimajökul á Suðurlandi.
RÚV greinir frá því að maðurinn hafi fundist heill á húfi á þriðja tímanum í nótt og hefur eftir Fjölni Sæmundssyni, varðstjóra hjá lögreglunni á Hvolsvelli, að vel hafi gengið að finna manninn þar sem hægt var að rekja staðsetningu hans í gegnum síma.

Maðurinn sem var einn á ferðinni var við ágæta heilsu þegar hann fannst að sögn Fjölnis.

Frétt RÚV

Fyrri greinHamar og Ægir byrja vel í úrslitakeppninni
Næsta greinSpennandi lokakafli framundan