Stofnfundur Vinafélags gamla bæjarins í Múlakoti var haldinn í Goðalandi um síðustu helgi. Á fundinum voru samþykktir félagsins kynntar og bornar undir atkvæði og kosin stjórn félagsins.
Tilgangur félagsins er að styðja við endurgerð gamla bæjarins í Múlakoti. Um er að ræða bæjarhúsin sem risu árin 1897 til 1946 og innbú þeirra, rústir hesthúss, hlöðu og súrheysturns, málarastofu og verkstæði Ólafs Túbals, lystigarð Guðbjargar Þorleifsdóttur og lysthús auk annarra rústa sem tilheyra bæjarkjarnanum.
Í fimm manna stjórn félagsins er Sigríður Hjartar Múlakoti, Helgi Jóhanssosn, Eggert Pálsson Kirkjulæk, Björn Bjarnason og Kristín Þórðardóttir.
Sigurður Sigurðarson dýralæknir og frú Margrét Ísleifsdóttir Hvolsvelli fluttu einstaklega góð ávörp þar sem gamla tímanum í Múlakoti var lýst svo vel, bæði ábúendum og umhverfinu og ekki síst bænum Múlakoti.
Þeir sem eru áhugasamir um að gerast vinir gamla bæjarins geta sent tölvupost á mulakotsbaerinn@simnet.is