Önnur af vindmyllum Biokraft í Þykkvabæ eyðilagðist í eldsvoða í hádeginu í dag. Eldsupptök eru ókunn.
Eldur kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar í 52 metra hæð og fengu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu og Brunavörnum Árnessýslu ekkert að gert þegar þeir mættu á vettvang, þar sem vatnsdælur drífa ekki svo hátt.
Mótorhúsið brann til kaldra kola en spaðarnir eru enn á sínum stað.