Vinna hafin við bráðabirgðabrú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

Verið er að bora niður staura undir bráðabirgðabrúna. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Framkvæmdir eru hafnar við gerð bráðabirgðabrúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi en verið er að bora fyrir staurum undir brúna.

Brúin er ein af þeim einbreiðu brúm á hringveginum sem verða tvöfaldaðar á næstunni. Verið er að verkhanna nýju brúna og er áætlað að bjóða brúargerðina út í lok júní. Ný, tvöföld brú, yfir Jökulsá á Sólheimasandi á að vera tilbúin á næsta ári.

Það er brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal sem sér um byggingu bráðabirgðabrúarinnar.

Fyrri greinElín Freyja tekur við af Hirti
Næsta greinJákvæð rekstrarniðurstaða í Rangárþingi ytra