Dregið hefur verið í happdrætti Menningarveitu Vestfirðinga og Sunnlendinga sem haldin var á Hótel Selfossi sl. föstudag.
Það var Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi og áður á Ísafirði, sem dró út tíu vinningshafa með aðstoð Sigmundar Sigurgeirssonar, ritstjóra Sunnlenska fréttablaðsins.
Nýju bók Jóns Hjartarsonar, Strandamanns á Selfossi “Veislan í norðri” fengu Auðbjörg Guðmundsdóttir á Eyrarbakka, Bára Jónasdóttir frá Stokkseyri, Sigríður Bergsteinsdóttir á Selfossi og Olga Jóhannsdóttir á Selfossi.
Áskrift að “Sunnlenska fréttablaðinu” í þrjá mánuði fengu Lilja Guðmundsdóttir á Selfossi, Þóranna Þórarinsdóttir frá Suðureyri og Hildur Jóhannesdóttir í Hafnarfirði.
“Menningarkakó og vöfflu” fyrir tvo í Sunnlenskabókakaffinu fengu Árni Benediktsson á Selfossi, Guðrún Steinarsdóttir á Selfossi og Elfar Guðni Þórðarson á Stokkseyri.
Vinningana má vitja á Sunnlenska fréttablaðinu og Sunnlenska bókakaffinu að Austurvegi 22 á Selfossi.