Vinningsmiði á Bellubar

Mynd/Viking Lotto

Hvorki 1. né 2. vinningur fóru út í Vikinglottó kvöldsins en hvorki fleiri né færri en fimm miðahafar skiptu með sér sínum al-íslenska 3. vinning.

Einn vinningsmiðanna var seldur í Olís á Selfossi, eða Bellubar eins og heimamenn kalla staðinn, og fær miðahafinn heppni rúmar 383 þúsund krónur í sinn hlut.

Það dró heldur betur til tíðinda í Jókernum en tveir miðahafar voru með allar tölur réttar og þeir því orðnir 2,5 milljónum krónum ríkari. Annar miðinn var keyptur í sölukassa hjá Getspá og hinn á lotto.is.

Tölur kvöldsins voru 9-17-18-23-33-37 og bónustalan var 3. Vinningstalan í Jókernum var 12663.

Fyrri greinGrunnþjónusta læknis tryggð næstu tvo mánuði
Næsta greinBergrós og Hákon íþróttafólk Árborgar 2024