Vinnufundi vegna eldgoss frestað

Vegna hugsanlegra gosloka er vinnufundi vegna eldgossins í Eyjafjallafjallajökli sem vera átti á morgun á Hvolsvelli frestað um óákveðinn tíma.

Embætti ríkislögreglustjóra í samvinnu við sveitarfélögin Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp og Rangárþing ytra boðaði til þessa fundar.

Aðeins gufustrókur stígur upp frá Eyjafjallajökli, mikil veðurblíða er á Suðurlandi og bjartsýni ríkir í sveitunum umhverfis jökulinn.

Almannavarnir vilja koma á framfæri bestu þökkum til allra fyrir skjót viðbrögð vegna vinnufundarins.

Fyrri greinSporttæki/Gröfutækni með lægsta tilboðið
Næsta greinÖruggur sigur Árborgar – tap hjá KFR