Vinnuslys á Selfossi

Á föstudag varð vinnuslys á Selfossi þegar maður féll úr stiga á steingólf. Fallið var um tveir metrar.

Maðurinn var að koma gifsplötu fyrir í lofti þegar slysið varð. Hann fann til eymsla í baki og var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunar.

Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins kom á vettvang og tók út vinnusvæðið.

Fyrri greinÞrjú undir aldri á vínveitingastað
Næsta greinSpánýtt sunnlenskt dúó fæðist í Berlín – Myndband