Vinstri grænir stilla upp

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið á aðalfundi kjördæmisráðs á Selfossi fyrr í mánuðinum.

Mikill hugur var í fundarmönnum og ljóst að fólk er tilbúið að vinna af alefli að framgangi Vinstri grænna í komandi kosningabaráttu í Suðurkjördæmi. Ákveðið var að gefa því fólki sem gengið hefur til liðs við hreyfinguna eða vill gera það, tækifæri til að gefa sig fram, vilji það taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Einnig er mögulegt að senda inn ábendingar og tilnefningar um fólk sem vill taka sæti á lista Vinstri grænna fyrir næstu kosningar.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ávarpaði aðalfund kjördæmisráðsins á Selfossi. Hún fór yfir þau mál sem eru í brennidepli á þinginu og ræddi hún stöðuna í stjórnmálunum og undirbúning fyrir kosningabaráttuna sem nú er framundan.

Fyrri greinHamri spáð upp um deild
Næsta greinSkoða viðbrögð við fjölgun ferðamanna