Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða frá umboðsmanni Vinstri grænna.
Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Aðeins munaði sjö atkvæðum á því að Hólmfríður Árnadóttir, efsti maður Vinstri grænna, kæmist inn á þing á kostnað BIrgis Þórarinssonar, oddvita Miðflokksins.
Þórir segir að yfirkjörstjórn muni funda um beiðnina eftir hádegi á morgun.
Í dag var endurtalið í Norðvesturkjördæmi og leiddi skekkja í talningu þar í ljós mikla breytingu á uppbótarþingmönnum í öllum kjördæmum nema einu.