Þingflokkur Vinstri grænna hélt vinnufund í Reykholti í Biskupstungum í síðustu viku.
Hluti hópsins kom við á skrifstofu Bláskógabyggðar og fundaði með Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra og Helga Kjartanssyni, oddvita.
Ýmis málefni voru rædd og má þar ma. nefna samgöngumál, málefni ferðaþjónustunnar, landbúnaðarins og hálendisins svo fátt eitt sé nefnt.