Virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun fellt úr gildi

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun í Þjórsá.

Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar. Þetta herma áræðanlegar heimildir sunnlenska.is.

Vísir greindi fyrst frá málinu og hefur eftir Karólínu Finnbjörnsdóttur, lögmanni sem á sæti í nefndinni, að ágallar hafi verið á virkjanaleyfinu. Fjöldi kæra barst nefndinni, meðal annars frá náttúruverndarsamtökum, veiðifélögum og íbúum í Gnúpverjahreppi. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en samkvæmt heimildum sunnlenska.is er hann um 50 blaðsíður og er mjög ítarlegur. Úrskurðurinn verður birtur síðar í dag.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær með fjórum atkvæðum gegn einu að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en í gærmorgun frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku.

Fyrri greinLengdur opnunartími á gámasvæðinu
Næsta greinVíti í súginn í tapleik á Nesinu