VÍS hefur ákveðið að loka þjónustuskrifstofum sínum í Hveragerði og í Vík í Mýrdal frá næstu áramótum en alls stendur til að loka sjö skrifstofum víðsvegar um landið.
Starfsemin í Hveragerði mun flytjast undir útibúið á Selfossi.
„Víðsvegar um landið hefur VÍS verið með samninga við umboðsaðila, til að mynda inni í bönkum og sparisjóðum. Það kerfi er í endurskoðun og því hefur samningum við umboðsaðila verið sagt upp. Verið er að samræma þjónustu í umdæmunum og gera nýja samninga samhliða því,“ segir Björn Friðrik Brynjólfsson, fjölmiðlafulltrúi VÍS.
Einn starfsmaður starfar í Hveragerði og einn í Vík.