VÍS og Rangárþing ytra hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára. Sveitarfélagið hefur um árabil tryggt starfsemi sína hjá VÍS og sá hag sínum best borgið þar áfram.
„Við leituðum tilboða með útboði tókum því besta. Að fenginni reynslu vitum við hversu gott er að vinna með VÍS og ég er hæstánægð með að framhald verði á því. Það hefur verið lögð rík áhersla á hvers kyns forvarnir í samstarfinu og svo verður áfram,“ segir Drífa Hjartardóttir sveitarstjóri.
Smári Kristjánsson umdæmisstjóri VÍS á Suðurlandi tekur undir með Drífu. „Samstarfið hefur verið farsælt og ég fagna því að það haldi áfram öllum til hagsbóta. Sem kunnugt er leggjum við mikið upp úr að sveitarfélög sem og allir aðrir sem hjá okkur tryggja sinni kraftmiklu forvarnastarfi. Með því að fyrirbyggja slysin má koma í veg fyrir miska og manntjón og ofan í kaupið sparast stórfé.“