Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurlands, sem haldinn var 28. apríl síðastliðinn samþykkti að fela stjórn félagsins að hefja nú þegar sameiningaviðræður við VR og Báruna með hagsmuni félagsins og félagsmanna að leiðarljósi.
Verði ákveðið að sameinast öðru hvoru félaginu verður boðað til aukaaðalfundar. Fyrst þarf þó að boða til tveggja félagsfunda til að fá úr því skorið hvort félagsmenn séu samþykkir því að boðað verði til aukaaðalfundar þar sem sameiningartillagan yrði kynnt.
Sameiningartillaga yrði borin upp á fyrri fundinum og síðan afgreidd á öðrum fundi með 2/3 hluta atkvæða og svo kæmi niðurstaðan til framkvæmda eftir samþykki miðstjórnar ASÍ.
Aðalfundurinn hvetur til þess að niðurstaða sameiningarviðræðna liggi sem fyrst fyrir eða eigi síðar en 1. október næstkomandi.