Í dag, þriðjudag, eru líkur á að gasmengun berist frá eldgosinu til vesturs og suðvesturs. Því gæti mengunar orðið vart á svæði sem afmarkast af Snæfellsnesi í norðri og suður á Reykjanes.
Veðurstofan hefur hannað sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita af brennisteinsmengun. Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti þar sem upplýsingarnar safnast saman.
Sjá frekari upplýsingar hjá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis um rétt viðbrögð.