Vonast eftir úrlausn í löggæslumálum

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir að vinna sé í gangi í málefnum lögreglunnar í Árnessýslu. Í vikunni voru auglýst tvö störf lögreglumanna í Rangárþingi.

Auglýsingin leiðir hugann að málefnum lögreglunnar í Árnessýslu en Sigurður Ingi segir að unnið sé í þeim málum einnig.

„Það er mikilvægt að við því verði brugðist strax, við getum ekki verið sátt við að grunnþjónustan skerðist,“ segir hann.

Hann væntir því að brugðist verði við í anda þess sem innanríkisráðherra hefur sagt. „Ég sagði frá því á fundi með yfirmönnum lögreglunnar á Selfossi ásamt þingmönnum nýlega að skilaboðin frá innanríkisráðherra væri þau að unnið væri samkvæmt ákveðinni þarfagreiningu á löggæslu í landinu sem gerð var í mars. Þar kom fram að sérstaklega þyrfti að hlúa að uppbyggingu lögreglunnar á landsbyggðinni og ég treysti á að svo verði,“ segir Sigurður Ingi.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinBilun í stofnlögn í Árborg
Næsta greinEnn til miðar á slúttið