Stýrihópur um aðgerðir til að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Þingvallavatns áformar að hittast í vikunni og undirbúa vinnu við björgun.
Vélin lenti í Ölfusvatnsvík þann 3. febrúar síðastliðinn en flugmaðurinn og þrír farþegar létust eftir slysið. Umfangsmiklar björgunaraðgerðir hófust í kjölfar slyssins en að lokum var því frestað að ná vélinni upp þar sem mikill ís var á vatninu.
Að sögn lögreglu er enn ís á reki vatninu og hefur hann safnast saman sunnan til á því. Vonir standa til að unnt verði að ná vélinni upp um miðjan apríl.