Yfir 80 manns leituðu að týnda Svíanum í alla nótt á og við Sólheimajökul. Leitin hefur engan árangur borið. Spáð er afleitu veðri á jöklinum síðar í dag.
Nú er verið að bæta við leitarfólki fyrir daginn, bæði eru að koma nýir hópar björgunarsveitafólks inn á svæðið auk þess sem hópar eru að koma úr hvíld eftir erfiðan leitardag í gær.
Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar verða við leit í dag, önnur þeirra er að fara í loftið og hin kemur á svæðið um kl. 10.
Leitarmenn vona að veðrið haldist þokkalegt fram að hádegi en eftir það er spáð versnandi veðri og má búast við slagveðri á jöklinum síðar í dag.