Vonir standa til að hægt verði að opna nýja deild fyrir heilabilaða í Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu en kynningarfundur um málið var haldinn á Hellu í gær.
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi ytra segir málið á frumstigi, en sé til komið vegna fjárveitingar frá framkvæmdasjóði sem hægt sé að nýta til breytinga á húsnæði til að koma upp rými fyrir sex til átta á slíkri heilabilunardeild.
Um leið yrði lögð niður þrjú tvíbýli á hjúkrunardeild. „Þetta er langþráður draumur sem byggist vissulega á möguleikanum á að fjármögnun,“ sagði Margrét í samtali við Sunnlenska.