Vont að mæta búfé á vegum í hálku og myrkri

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi fékk fjórar tilkynningar í síðustu viku um að búfé gengi laust á vegum í umdæminu.

Þar voru á ferðinni kindur, hesta og nautgripir. Ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið vegna þessa en í dagbók lögreglunnar kemur fram að í myrkri og hálku sé vont að mæta búsmala á vegi þar sem síst skyldi.

Annars voru ellefu umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Í þremur þeirra urðu slys á fólki og var fólk flutt til aðhlynningar á viðeigandi sjúkrastofnun.

Fyrri greinAkranes siglir til Þorlákshafnar
Næsta greinKjartan settur ríkislögreglustjóri