Vorhátíð Kötlu Jarðvangs hefst í dag, sumardaginn fyrsta, og stendur til 19. maí næstkomandi.
Fjöldi viðburða verður á hátíðinni innan jarðvangsins sem nær yfir þrjú sveitarfélög; Rangarþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.
Á opnunardegi hátíðarinna verður boðið upp á málþing í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi boða til málþingsins undir yfirskriftinni „Máttur víðernanna“.
Í kvöld kl. 19:30 verða svo tónleikar á Eldstó Art Café á Hvolsvelli með hljómsveitinni Remedía.
Meðal viðburða á næstu vikum má nefna fyrstu alþjóðlegu farfuglahátíð landsins „Spóahátíð“ og utanvegahlaup um Hjörleifshöfða, gönguferðir, sýningar, minjaþing, sólskoðun og strandhreinsun.
Skoða má dagskrá hátíðarinnar hér.