Franska parið sem leitað hefur verið að síðan í gær er fundið. Í ljós kom að leitað hafði verið við rangt Grænalón en fólkið var statt norðvestur af Skeiðarárjökli, en ekki að Fjallabaki.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin austur að réttu Grænalóni til að ná í fólkið. Þaur hringdu í Neyðarlínuna kl. 15 í gær og sögðust vera stödd austan við Landmannalaugar í nágrenni við Grænalón.
Um dagsganga er frá Núpstaðaskógi að þeim stað sem ferðafólkið er á og var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir þeim þar sem konan er ófær um gang þar sem hún hafði dottið og meitt sig á hné.
Ekkert annað amar að fólkinu enda gott veður á þessum slóðum.