Flutningabíll með eftirvagn lenti í vandræðum í morgun við Gatnabrún á Reynisfjalli. Bifreiðin komst ekki upp brekkuna og rann aftur niður og útaf veginum,
Menn frá Vegagerðinni og Framrás í Vík eru nú á vettvangi og reyna að koma í veg fyrir að bíllinn fari á hliðina. Reynt hafi verið að toga í bílinn á hlið en það hafi ekki skilað árangri. Nú er unnið að því að moka í kringum flutningabílinn, sem er fulllestaður af byggingarefni frá Húsasmiðjunni.
Vagninn hallar töluvert og segir Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri lögreglunnar á Klaustri, að vagninn gæti tekið bílinn með sér ef hann fer á hliðina.
Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna aðgerðanna á vettvangi.