Ökumaður flutningabíls slapp ómeiddur þegar bíll hans valt við brúna yfir Stóru-Laxá í Hrunamannahreppi á sjötta tímanum í morgun.
Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins en hann hefur nú verið opnaður að nýju. Búast má við einhverjum umferðartöfum á vettvangi á meðan svæðið er hreinsað.
Tildrög slyssins eru ekki ljós en á mbl.is kemur fram að bíllinn hafi verið á leið frá Flúðum á Höfn í Hornafirði með hluta burðarvirkis í nýtt íþróttahús sem framleitt var í límtrésverksmiðjunni á Flúðum.