Mikill fjöldi sótti um starf sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs í Bláskógabyggð. Alls sóttu 31 aðili um starfið en fimm þeirra drógu síðar umsókn sína til baka.
Sveitarfélagið fól Capacent að meta hæfi umsækjenda en byggðaráð Bláskógabyggðar mun taka ákvörðun um ráðningu í starfið í þessari viku.
Eftirtaldir sóttu um:
Anna María Axelsdóttir viðskiptafræðingur, Anna Sigr. Magnúsdóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Bent Larsen Fróðason verkefnisstjóri, Björgvin Jónsson tæknifræðingur,
Brynjólfur Flosason viðskiptafræðingur, Davíð Viðarsson byggingaverkfræðingur, Eiríkur Árni Hermannsson, Eyjólfur Eyjólfsson byggingafræðingur, G. Heiðar Guðnason forstöðumaður,
Guðfinnur Gísli Þórðarson byggingatæknifræðingur, Halldór Karlsson verkefnisstjóri, Hilmar Ragnarsson húsasmíðameistari, Hólmgrímur Þorsteinsson rekstrarverkfræðingur, Jón Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri,
Karl Jóhann Bridde verktaki, Karl Ómar Jónsson byggingariðnfræðingur, Kristinn J. Gíslason rekstrarverkfræðingur, Lilja Hrönn Júlíusdóttir þjónustufulltrúi, Pétur A. Maack fjármálastjóri,
Pétur Kristjánsson deildarstjóri, Rúnar Ingi Guðjónsson byggingafræðingur, Sigurður M. Stefánsson verkstjóri, Sigurjón Pétur Guðmundsson deildarstjóri, Tómas Ellert Tómasson verkfræðingur og Þorvaldur Hjaltason viðskiptafræðingur.