Yfir 1700 í alvarlegum vanskilum

Vanskil virðast vera að aukast á Suðurlandi. 10,1% Sunnlendinga, 18 ára og eldri eru í alvarlegum vanskilum samkvæmt samantekt Creditinfo en í maí síðastliðnum var samsvarandi hlutfall 9,7%.

Af 17.274 einstaklingum á þessum aldri á Suðurlandi eru 1.743 nú í vanskilum. Það er aðeins á Reykjanesi sem finnast hlutfallslega fleiri einstaklingar í vanskilum en þar eru 16% íbúa 18 ára og eldri í alvarlegum vanskilum.

Alvarleg vanskil varða í flestum tilvikum kröfur sem eru komnar í milli- eða löginnheimtu og mörg þeirra fengið afgreiðslu dómstóla og sýslumannsembætta. Þeir einstaklingar sem ná að greiða upp skráðar vanskilakröfur eru afskráðir af vanskilaskrá.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinTómas tryggði Selfossi stig
Næsta grein30% voru ferðamenn