Níutíu og tvær kannabisplöntur fundust í húsleit lögreglunnar í íbúðarhúsi á Selfossi síðdegis í gær.
Eins og sunnlenska.is hefur greint frá var það fíkniefnahundurinn Buster sem þefaði uppi ræktunina en í henni voru plöntur á ýmsum stigum ræktunar.
Húseigandinn var handtekinn og gekkst hann við ræktuninni og fer mál hans í farveg hjá ákæruvaldinu. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu.
Plönturnar verða vegnar og mældar og sendar til Reykjavíkur þar sem hluti þeirra fer á rannsóknarstofu í efnagreiningu og styrkleikamælingu.