Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að fella niður stöðu aðstoðarleikskólastjóra við Heklukot í sparnaðarskyni.
Þá hefur Björg Kvaran, leikskólastjóri Heklukots, sagt upp störfum frá og með 1. september. Staða hennar verður auglýst.
Aðstoðarleikskólastjóri er Svandís Þórhallsdóttir og verður gengið frá starfslokum hennar hið fyrsta.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, settur sveitarstjóri, segir að verið sé að reyna hagræða í rekstri án þess að það komi niður á þjónustu við íbúa. Fræðslunefnd var falið að gefa álit um stöðuna, en staða aðstoðarleikskólastjóra er ekki lögbundin. Sveitarstjórn tók síðan ákvörðun um að fella niður stöðuna. „Með því að minnka kostnað við yfirstjórn getum við einbeitt okkur enn meira að því viðhalda og styrkja það starf sem fyrir er í leikskólanum,“ segir hún.